Ferðaþjónustan Smyrlabjörg í Suðursveit

Ættarsaga á Smyrlabjörgum.

Til forna var Smyrlabjörg  konungsjörð.   Árið 1836 var jörðin seld  á 602 ríkisdali með 2 kúgildum og hefur jörðin verið í bændaeign síðan.

Á Smyrlabjörgum hefur oftast  verið  tví eða þríbýlt.

Smyrlabjörg er 10000 ha. Fjalllendi er ekki mikið,  láglendi mikið og er  mikil ræktun

 

Austan við bæinn er  Smyrlabjargarárvirkjun sem komst í gagnið 1971 ?

Þar var foss sem heitir Smyrlabjargarfoss og er 100 metra hár. Hann er nú oftast þurr.

 

Árið 1850     bjó hér Jón Jónsson  og konan hans Sigríður Þorsteinsdóttir frá Borg á Mýrum sem er næsta sveit í austur Þau bjuggu hér til aldamóta  í sambýli við son þeirra Jón jónsson og konu hans Sigríði Hálfdanardóttir frá Odda á Mýrum.  Árið 1922 taka við búinu  Jón Jónsson  sonur þeirra og konan hans Lúcía Guðný Þórarinsdóttir.

Þau bjuggu hér stóru búi og eignuðust 8 börn 4 stúlkur og 4 drengi.

Dóttir þeirra

Halldóra Jónsdóttir giftist karli Bjarnasyni og settust þau hér að árið  1944 þau eignuðust 8 börn 6 syni og 2 dætur önnur dóttirin lést aðeins 8 mánaða. Þau bjuggu hér í sambýli frá árinu 1983 við son sinn

Sigurbjörn Jóhann og konu hans  Laufeyju Helgadóttur frá Höfn.

Eignuðust þau 5 börn  Birna Þrúður  fædd 1982  jóhanna Sigurborg fædd 1984

Helgi Berg fæddur 1988  Heiða Vilborg fædd 1990 og Lúcía Jóna fædd 1995

Segja má að fimm ættliðir hafa búið hér á jörðinni og eru börnin þeirra sjötti ættliðurinn

Á smyrlabjörgum hefur alla tíð verið búið með kindur, kýr og hesta.

 

Árið 1990 er byrjað að leigja út 6 herbergi, sem

var byggt árið 1937 og var fjós hlaða, eldhús, stofa ,þvottahús,býtibúr wc 6 svefnherbergi og mjólkurhús.

1992 eru 10 herbergi til leigu öll á baðherbergis.

1995 var byggt hér matsalur 60 fm.

1997 voru byggð 20 herbergi með baði.

2001 byggðum við 12 herbergi og 250 fm matsalur og eldhús bættum við 12 herbergjum árin 2002 og 2003.

2011 í Október rifum við húsið sem byggt var 1937 og byggðum það upp í sama stíl.

Í júní 2012 voru   750 fm hús á tveimur hæðum tekið í notkun, á neðri hæðinni  er eldhús nokkur wc matsalur. Á efrihæðinni  er 8 stór herbergi öll með baði.

Hér hefur verið mikil fjárrækt og mikil frjósemi rakinn hingað frá ánni Þoki.

Smyrlabjörg hefur alltaf verið í alltaf verið í alfaraleið,  þar sem stutt er á milli fjalls og fjöru.

Áður en Smyrlabjargará og Uppsala á voru brúaðar voru þær faratálmi, þegar miklar rigningar voru.